Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 24. apríl 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ajax verður með mikla reynslu í markvarðateymi sínu
Maarten Stekelenburg er 38 ára gamall.
Maarten Stekelenburg er 38 ára gamall.
Mynd: Getty Images
Ajax hefur gert samning við markvörðinn Remko Pasveer og kemur hann til félagsins frá Vitesse.

Pasveer skrifar undir tveggja ára samning við Ajax en hann er 37 ára gamall.

Ajax verður því með tvo vel reynda markverði á næstu leiktíð. Marc Overmars, sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá Ajax, segir að hann búist við því að Maarten Stekelenburg muni skrifa undir nýjan samning við félagið en hann er 38 ára gamall.

Ajax er þekkt fyrir að hugsa mikið um að spila á ungum leikmönnum en það virðist vera önnur hugsjón núna þegar kemur að markvarðarmálum.

Hinn 25 ára gamli Andre Onana, sem hefur verið aðalmarkvörður Ajax, undanfarin ár er í banni eftir að fallið á lyfjaprófi. Hann rennur út á samningi 2022 og það hefur gengið illa hjá Ajax að endursemja við hann. Líklegt þykir að Ajax muni selja Onana í sumar.

Kjell Scherpen kemur til með að draga meðalaldurinn aðeins niður í markvarðarteymi Ajax á næstu leiktíð. Hann er 21 árs gamall.

Sjá einnig:
Onana ætlar að áfrýja til íþróttadómstólsins í Lausanne
Athugasemdir
banner
banner
banner