lau 24. apríl 2021 14:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Berglind Rós hélt hreinu - Elías Rafn vann sigur
Berglind Rós í landsleik á dögunum.
Berglind Rós í landsleik á dögunum.
Mynd: Getty Images
Elías Rafn Ólafsson á U21 landsliðsæfingu í Ungverjalandi
Elías Rafn Ólafsson á U21 landsliðsæfingu í Ungverjalandi
Mynd: Fótbolti.net - Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Nú rétt í þessu voru þremur leikjum í deildarkeppnunum í Svíþjóð að ljúka.

Í A-deildinni karlamegin vann Sirius 1-2 útisigur á Häcken. Valgeir Lunddal Friðriksson var ónotaður varamaður hjá Häcken en Oskar Tor Sverrisson var ekki í leikmannahópnum í dag. Aron Bjarnason var ekki í leikmannahópi Sirius, hann hefur glímt við meiðsli.

Sirius komst í 0-2 en heimamenn minnkuðu muninn með marki úr vítaspyrnu á 78. mínútu. Sirius er þessa stundina í toppsætinu með sjö stig eftir þrjá leiki.

Í sænsku B-deildinni tapaði IK Brage 1-0 gegn Varnamo á útivelli. Bjarni Mark Antonsson lék allan leikinn með Brage og fékk að líta gula spjaldið á 72. mínútur. Brage er með eitt stig eftir þrjá leiki.

Í sænsku kvennadeildinni vann Örebro 1-0 heimasigur gegn Vittsjö. Berglind Rós Ágústsdóttir lék allan leikinn með Örebro og Cecilía Rán Rúnarsdóttir var á bekknum. Karin Lundin skoraði eina mark leiksins á 50. mínútu. Gestirnir voru meira með boltann og Tove Enblom, markvörður Örebro, varði tíu skot ef marka má tölfræði FlashScore. Örebro er með þrjú stig eftir tvo leiki.

Í dönsku B-deildinni vann Fredericia 1-2 útisigur gegn Köge fyrr í dag. Eddie Gomes, fyrrum leikmaður FH, kom Köge yfir snemma leiks en Fredericia jafnaði fljótlega og staðan var 1-1 í hléi. Sigurmarkið kom svo á 70. mínútu.

Elías Rafn Ólafsson varði mark Fredericia í leiknum en hann er á láni frá FC Midtjylland. Liðin eru í 5. og 6. sæti deildarinnar og eiga ekki möguleika á að komast upp í efstu deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner