Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 24. apríl 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brottrekstur Mourinho kom Kane á óvart
Kane og Mourinho ræða saman.
Kane og Mourinho ræða saman.
Mynd: Getty Images
Harry Kane, besti leikmaður Tottenham, viðurkennir að það hafi komið sér á óvart þegar hann frétti af því að Jose Mourinho hefði verið rekinn frá félaginu.

Mourinho var rekinn frá Spurs síðasta mánudag en talað hefur verið um það að hann hafi verið búinn að tapa búningsklefanum.

Kane var ekki þar á meðal, hann átti enn í góðu sambandi. Að minnsta kosti segir hann það.

„Ef ég á að vera hreinskilinn þá kom brottreksturinn mér á óvart. Ég kom á æfingasvæðið um morguninn og frétt þetta 5-10 mínútum áður en þetta var tilkynnt," sagði Kane.

„Þú býst aldrei við því sem leikmaður að stjóri þinn sé rekinn. Það er hluti af leiknum og þú verður bara að sætta þig við það."

„Ég átti frábært samband við Jose, og ég óska honum alls hins besta. Við erum að undirbúa okkur fyrir stóran úrslitaleik og það er mikil eftirvænting."

Kane hefur verið að glíma við meiðsli í aðdraganda leiksins og spurning hvort hann geti spilað með í leiknum sem er á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner