Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. apríl 2021 22:30
Aksentije Milisic
Bruce pirraður á VAR: Tökum reglunum of bókstaflega
Mynd: Getty Images
Steve Bruce, stjóri Newcastle United, gagnrýndi VAR eftir leik liðsins gegn Liverpool í hádeginu í dag.

Newcastle tókst að jafna leikinn með lokaskoti leiksins en það gerði Joe Willock. Rétt á undan hafði Callum Willson jafnað metin en VAR dæmdi markið af vegna hendi.

„Við skiljum þessar reglur, en við erum nýbúnir að ná burt Ofurdeildinni," sagði Bruce eftir leikinn í dag.

„Við þurfum víst ekki að fylgja hverri einustu reglu í bókinni. Ég meina, VAR átti að koma inn í leikinn og bæta hann."

„VAR á ekki að missa af augljósum löglegum mörkum. Það á ekki að leita eftir hinu minnstu brotum eða peysutogum, eða sjá hvort treyjan sé nógu þunn svo þú sért ekki rangstæður," sagði Bruce pirraður.

„Boltinn lendir á olnboganum á Callum (Wilson). Þetta er bull og við verðum að bæta okkur í þessu."

Að lokum tókst Newcastle að jafna leikinn og gífurlega mikilvægt stig í hús hjá Bruce og lærisveinum hans.
Athugasemdir
banner
banner