Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 24. apríl 2021 12:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ef Spurs spilar eins og gegn So'ton þá má alveg rétta City bikarinn í hálfleik"
Mynd: Getty Images
„Ef ég væri hluti af liði sem væri án stjóra þessa stundina, væri að fara inn í úrslitaleik og fengi að velja einn mann til að stýra liðinu gegn City þá myndi ég velja Jose Mourinho," sagði Paul Merson, fyrrum leikmaður Arsenal, í SoccerSaturday í dag.

Ryan Mason tók við Tottenham út leiktíðina eftir að Jose Mourinho var rekinn á mánudag. Tottenham mætir Manchester City í úrslitaleik deildabikarsins á morgun.

„Þeir eru að fara spila á móti stórkostlegu liði. Ég veit að City vann á Etihad en Tottenham vann á heimavelli (deildarleikir). En ef einhver gæti sett upp liðið til að trufla City þá væri það Mourinho. Það er enginn betri en Mourinho í að setja liðið sitt upp til að tapa ekki úrslitaleik."

„Ef Spurs spilar eins og gegn Southampton þá má alveg rétta City bikarinn í hálfleik. Ef ég væri stuðningsmaður Tottenham væri ég að gagnrýna Levy fyrir þetta. Félagið hefur ekki unnið neitt í lengri tíma,"
sagði Merson.

„Ég held að stuðningsmenn Tottenham séu ánægðir að vera lausir við hann," sagði Jeff Stelling, þáttarstjórnandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner