lau 24. apríl 2021 13:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Senur í uppbótartíma á Anfield
Mynd: Getty Images
Liverpool 1 - 0 Newcastle
1-0 Mohamed Salah ('3 )
1-1 Joe Willock ('95)

Mo Salah skoraði fyrra mark leiksins þegar Liverpool gerði jafntefli gegn Newcastl í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var fjörugur en Liverpool átti yfir tuttugu marktilraunir. Newcastle átti ekki mörg færi en hraði sóknarmanna liðsins náði þó að valda usla. Liverpool hélt boltanum tæplega 70% af leiknum.

James Milner sló varamannamet þegar hann kom inn á í 159. leik sínum í úrvalsdeildinni þegar hann kom inn fyrir Diogo Jota. Áður vildu einhverjir stuðningsmenn Liverpool sjá rautt spjald á Federico Fernandez þegar hann fór í andlitið á Jota.

Joe Willock átti ágætis tilraun með skalla í uppbótartíma en tókst ekki að koma boltanum á mark heimamanna. Skömmu síðar virtist Callum Wilson vera jafna metin þegar hann kom boltanum í mark heimamanna. Það mark fékk þó ekki að standa eftir skoðun í VAR. Gestirnir alls ekki sáttir við það en það var mat dómara að boltinn hafi farið af hönd Wilson.

Newcastle tókst að koma boltanum aftur í mark heimamanna. Joe Willock skoraði með skoti á fimmtu mínútu uppbótartíma og jafnaði leikinn. Boltinn fór af varnarmanni og tók það Alisson í marki Liverpool úr jafnvægi.

Newcastle er því enn taplaust frá því liðið tapaði illa gegn Brighton fyrir landsleikjahlé. Liðið er níu stigum fyrir ofan fallsæti eins og staðan er, þegar fimm umferðir eru eftir.

Liverpool er í 6. sæti, liðið fer upp fyrir Tottenham.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner