Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. apríl 2021 17:10
Aksentije Milisic
Frakkland: PSG á toppinn í bili hið minnsta
Mynd: EPA
Metz 1-3 PSG
0-1 Kylian Mbappe ('4)
1-1 Fabien Centonze ('46)
1-2 Kylian Mbappe ('59)
1-3 Mauro Icardi - Víti ('89)

PSG er komið á toppinn í frönsku deildinni eftir 1-3 útisigur á Metz í dag.

Mikil barátta er um titilinn í Frakklandi en alls eiga fjögur lið enn góða möguleika á þeim stóra.

Kylian Mbappe gerði tvennu í dag fyrir PSG. Hann kom liðinu yfir á fjórðu mínútu leiksins og staðan var 0-1 í hálfleik.

Fabien Centonze jafnaði metin fyrir Metz í byrjun síðari hálfleiks en annað mark frá Mbappe og mark úr vítaspyrnu frá Mauro Icardi tryggði PSG gífurlega mikilvæg þrjú stig.

Mbappe meiddist í leiknum og þurfti að fara af velli. Mauricio Pochettino, þjálfari PSG, telur að meiðslin séu ekki alvarleg.

Liðið er á toppnum með 72 stig eftir 34 leiki. Lille er tveimur stigum á eftir, Monaco fjórum stigum og Lyon fimm. Þessi þrjú lið eiga öll leik á morgun en Lyon og Lille mætast innbyrðis.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner