Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. apríl 2021 20:00
Aksentije Milisic
Haaland sló met hjá Dortmund
Fagnar í dag.
Fagnar í dag.
Mynd: EPA
Erling Braut Haaland, sóknarmaður Dortmund, sló met hjá félaginu í dag.

Haaland gerði tvennu í 2-0 útisigri á Wolfsburg í þýsku úrvalsdeildinni í dag og var þetta mjög mikilvægur sigur fyrir félagið í barátunni um sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili.

Með þessum mörkum sló Haaland met en hann hefur nú skorað 16 mörk á útivelli í þýsku deildinni á þessu tímabili. Það hefur aldrei áður verið gert hjá Dortmund.

Mikil umræða er um framtíð Haaland en öll stærstu liðin eru á eftir þessum Norðmanni. Dortmund heldur því þó fram að hann verði áfram hjá félaginu á næsta tímabili, sama hvort því takist að ná í Meistaradeildarsæti eða ekki.


Athugasemdir
banner
banner