Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. apríl 2021 09:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hlýtur að vera sterk deild ef okkur er spáð næstneðsta sæti"
Heimir árið 2012
Heimir árið 2012
Mynd: Fótbolti.net - Raggi Óla
Ein gömul og góð þar sem sést glitta í menn eins og Víking Pálmason og Hákon Sófusson sem taka slaginn með liðinu í sumar.
Ein gömul og góð þar sem sést glitta í menn eins og Víking Pálmason og Hákon Sófusson sem taka slaginn með liðinu í sumar.
Mynd: Getty Images
„Já og nei, það kemur mér dálítið á óvart. Ég tel mig vera með ágætis lið. Það verða mikið af ungum strákum, svolítið um breytingar og því kemur það ekki á óvart að aðrir sjá okkur þarna. Við erum dálítið óþekkt stærð og við erum með þessa spá frá því í fyrra. Það verða einhverjir að vera þarna," segir Heimir Þorsteinsson, þjálfari Fjarðabyggðar, í samtali við Fótbolta.net. Fjarðabyggð er spáð næstneðsta sæti 2. deild í sumar.

Sjá einnig:
Spá þjálfara í 2. deildinni: 11. sæti

Hvernig líst þér á deildina í heild sinni?

„Hún hlýtur að vera sterk þessi deild ef okkur er spáð næstneðsta sæti. Það eru hörkulið í þessari deild og ég á alveg eins von á því að þetta verði jafnt nema kannski 2-3 efstu sætin."

Hver eru markmið Fjarðabyggðar í sumar?
Fjarðabyggð endaði í 8. sæti í fyrra.

„Já, við viljum vera ofar. Við hittumst um næstu helgi og spilum bikarleik og þá verða markmiðin komin á hreint hjá okkur. Það er ágætt að fá svona spá til að sýna mönnnum. Það verður mjög auðvelt að búa til markmið þegar maður fær svona spá, að byrja á því að afsanna þetta."

Er leikmannahópurinn klár eða á eftir að fá menn inn?

„Hann er klár. Það verði ekki fleiri breytingar nema eitthvað slys gerist, lykilmaður meiðist eða slíkt. Það er ekki ætlunin að stækka hópinn meira."

Menn velta fyrir sér hver ætlar að skora mörkin fyrir Fjarðabyggð í sumar.

„Það eru mörk í nokkuð mörgum strákum hjá okkur. Ég held ég svari þessu bara svona. Við verðum með 'níu' sem við ætlum að hafa klára í fyrsta eða annan leik."

Það eru nokkrir sem eru búnir að taka fram skóna í vetur og ætla að vera með. Hvernig eru þeir að koma inn í hlutina?

„Þeir koma af mismiklum krafti inn í þetta en allir af krafti þó. Þeir eru sumir orðnir fjölskyldumenn og tekur smá tíma að kveikja í svona gaurum. En þetta eru menn með hjartað á réttum stað og menn sem mér líst mjög vel á. Þetta eru þrír strákar sem hafa verið áður og eru liðinu mjög dýrmætir."

Er spennandi að mæta Leikni í nágrannaslag í sumar?

„Það eru bara þrjú stig í boði í þeim leikjum eins og öðrum. Það er í rauninni helber misskilningur að ég leggi leiki öðruvísi upp við þá en aðra. Þetta eru auðvitað alltaf nágrannaslagir en ekkert meira undir en þrjú stig."

Eitthvað að lokum?

„Ég vona að þetta verði skemmtilegt sumar og að við fáum að spila þetta án þess að það sé gripið endalaust inn í mótið út af covid. Vonandi fær þetta að rúlla á schedule og vonandi verðum við heppnir með veðrið," sagði Heimir.
Athugasemdir
banner