Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 24. apríl 2021 23:30
Aksentije Milisic
Ian Wright gagnrýnir Leno harkalega
Mynd: Getty Images
Ian Wright, goðsögn Arsenal, hefur gagnrýnt Bernd Leno, markvörð liðsins, harkalega eftir leikinn gegn Everton í gær.

Leno gerði hörmuleg mistök sem urðu til þess að Everton tók öll stigin með sér heim af Emirates vellinum.

Ian Wright var sérfræðingur hjá Optus Sport í gær og lét hann Leno heyra það og sagði að hann hafi verið eins og áhugamaður í markinu en ekki atvinnumaður.

„Þú horfir á þetta og þetta lítur mjög barnalega út. Þetta er spurning um einbeitingu," sagði Wright.

„Hann á sínar rispur þar sem hann stendur sig mjög vel. En ég hef séð hann vaða út, brjóta af sér, fá rautt og gefa vítaspyrnur.

„Hann á þessi augnablik og markið hjá Everton er gott dæmi um það. Þetta er rosa, rosa, rosa léleg markvarsla."

Arsenal er í níunda sæti deildarinnar og fjarlægist Evrópusæti. Liðið verður að vinna Evrópudeildina ætli það sér að komast í Meistaradeildina eða ná Evrópusæti yfir höfuð.


Athugasemdir
banner
banner
banner