Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 24. apríl 2021 23:00
Aksentije Milisic
Lewandowski skoraði í dag - Bætir hann met Gerd Muller?
Mynd: Getty Images
Markavélin Robert Lewandowski er mættur aftur í lið Bayern eftir meiðsli.

Bayern saknaði hans sárt í einvíginu gegn PSG í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en þar féllu Evrópumeistararnir úr leik.

Lewandowski meiddist í landsleikjahléinu en hann er mættur aftur og skoraði hann eina mark Bayern Munchen í tapi liðsins gegn Mainz í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Þetta var hvorki meira né minna en 36 deildarmark Lewandowski á þessari leiktíð og nú er hann einungis fjórum leikjum frá því að jafna met Gerd Muller.

Muller skoraði 40 mörk á tímabilinu 1971/1972. Þrír leikir eru eftir af tímabilinu og því verður mjög spennandi að sjá hvort Lewandowski takist að jafna eða bæta þetta ótrúlega met.


Athugasemdir
banner
banner
banner