lau 24. apríl 2021 22:15
Aksentije Milisic
Liverpool næstversta liðið á heimavelli í ensku deildarkeppninni
Mynd: Getty Images
Liverpool og Newcastle United áttust við í ensku úrvalsdeildinni í dag á Anfield.

Mohamed Salah kom Liverpool yfir í fyrri hálfleiknum og þegar allt stefndi í mikilvægan sigur þeirra rauðklæddu þá mætti Joe Willock á svæðið og jafnaði leikinn með lokaskoti leiksins.

Slæm úrslit fyrir Liverpool í baráttunni um Meistaradeildarsæti. Árangur Liverpool á heimavelli á þessu ári er mjög slakur og er liðið nú næstversta liðið á heimavelli í allri ensku deildarkeppninni.

Liðinu hefur einungis tekist að sækja fimm stig af 27 mögulegum á Anfield í deildinni á þessu ári. Aðeins Fulham hefur náð í færri stig en Liverpool á heimavelli.

Þetta gerir einungis 0,44 stig að meðaltali á Anfield á árinu 2021. Áður en að þessu tímabili kom þá hafði Liverpool ekki tapað á heimavelli í deildinni í nokkur ár.


Athugasemdir
banner
banner
banner