Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 24. apríl 2021 21:20
Aksentije Milisic
Moyes: Rauða spjaldið var galinn dómur
Mynd: Getty Images
„Við vorum í leiknum. Mér fannst við ekki spila eitthvað sérstaklega vel í fyrri hálfleiknum en sá síðari var betri. Við sýndum meiri karakter og ákefð í síðari hálfleiknum," sagði David Moyes eftir tapleikinn gegn Chelsea fyrr í dag.

Fabio Balbuena fékk rautt spjald þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. Margir furða sig á þessari ákvörðun og var David Moyes ekki skemmt.

„Rauða spjaldið breytti öllu í restina. Þetta var ákvörðun frá einhverjum sem hefur aldrei spilað leikinn. Ég veit ekki hvar Balbuena á að setja fótinn," sagði Moyes.

„Þetta var galinn dómur. Ef þú skoðar atvikið hjá Vladimir Coufal Antonio Rudiger, nokkrum mínútum seinna, þá gerist það sama. Mjög svipað atvik. Ég sé ekki hvernig þetta er rautt spjald. Hann sparkar knettinum burt."

David Moyes sagði í restina að liðið ætli sér að halda áfram og baráttan um Meistaradeildarsæti sé enn í fullum gangi.

„Við erum í góðri stöðu og höldum áfram. Ég mun gefa allt sem ég á í að ná Meistaradeildarsæti. Við munum vera í þessari baráttu um Evrópusætin allt til loka."
Athugasemdir
banner
banner