Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 24. apríl 2021 11:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ole ræddi við reiða stuðningsmenn - „Fannst réttast að gera það"
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, sá sig knúinn til að ræða við stuðningsmennina sem ruddust inn á æfingasvæði félagsins í vikunni. Stuðningsmennirnir voru ósáttir við eigendur félagsins, Glazer fjölskylduna.

U.þ.b. 20 manns komust inn á æfingasvæðið og mótmæltu í kjölfarið á Ofurdeildar bíóinu í vikunni. Stuðningsmenn kröfðust þess að fá að ræða við Solskjær.

„Ég mun alltaf hlusta á stuðningsmenn og mér fannst réttast að gera það," útskýrði Ole. „Að fara og hlusta á þá og ræða við þá. Þetta voru friðsamlegar viðræður. Það er nauðsynlegt að virða sýn beggja aðila."

„Ég sagði nokkra hluti um hvað liðið mun gera í framtíðinni. Þetta voru góðar tíu mínútur og ég var glaður með það. Við tókumst ekki í hendur heldur klesstum saman hnefum og fórum í sitthvora áttina."

„Fótbolti án stuðningsmanna er ekki neitt. Þess vegna þurfum við að hlusta á þá. Ég er ánægður að raddir stuðningsmanna og stjóra heyrðust. Við höfum sagt okkar skoðanir í vikunni og það er mikilvægt. Hluti af mínu starfi er að ræða við stuðningsmenn Man United. Á furðulegan hátt hefur þetta þétt fótboltaheiminn saman og stuðningsmenn voru sammála í þessu máli. Stuðningsmenn vita að leikmenn voru ekki hluti af þessu. Stuðningsmaður Man United og Leeds United hafa sömu skoðanir í þessu máli og ég held að það verði ekki vandamál,"
sagði Ole.

Manchester United mætir Leeds United í úrvalsdeildinni á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner