lau 24. apríl 2021 14:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu atvikið: Klopp talar um að Liverpool hafi fengið gjöf
Hendi?
Hendi?
Mynd: EPA
Í uppbótartíma, nánar tiltekið á annarri mínútu uppbótartíma, virtist Callum Wilson vera að jafna leikinn fyrir Newcastle gegn Liverpool.

Markið var dæmt af en Wilson átti tilraun sem Alisson varði áður en Wilson kom svo boltanum í netið. Af Alisson fór boltinn upp í höndina á Wilson sem gat lítið gert til þess að koma í veg fyrir það.

VAR dæmdi markið af en þremur mínútum síðar jafnaði varamaðurinn Joe Willock metin og tryggði Newcastle stig á útivelli.

„Þeir skoruðu rétt á undan og Wilson var óheppinn að það var hendi. Við tókum ekki við þeirri gjöf," sagði svekktur Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, í viðtali eftir leik.

Smelltu hér til að sjá atvikið.


Athugasemdir
banner
banner