Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 24. apríl 2021 14:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stuðningsmenn Man Utd mótmæla eigendunum fyrir utan Old Trafford
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn Manchester United hafa fjölmennt fyrir utan Old Trafford í dag og mótmæla eigendum félagsins. Stuðningsmenn eru ósáttir við áform Glazer-fjölskyldunnar sem ætlaði að láta félagið taka þátt í Ofurdeildinni. Stuðningsmenn líta á það sem eintóma græðgi.

Þau áform urðu að engu en margir eru í sárum eftir áformin. Mikil saga er á bakvið United og finnst stuðningsmönnum eins og eigendur hafi litið framhjá henni einungis til að græða góða summu af peningum.

Menn og konur voru tilbúin með ýmis skilaboð við Old Trafford í dag. Borði þar sem stendur að Woodward sé farinn en það vanti enn að Glazers fari. Þeim skilaboðum fylgja að eigendurnir hafi stolið einum milljarði punda frá félaginu.

Á sunnudag tilkynntu tólf félög að þau ætluðu sér að stofna Ofurdeild. Á þriðjudagskvöld drógu ensku félögin sex sig úr þeim áformum eftir mikil mótmæli stuðningsmanna, fjölmiðlamanna og stjóra félaganna.

Sjá einnig:
Ole ræddi við reiða stuðningsmenn - „Fannst réttast að gera það"




Athugasemdir
banner
banner