Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 24. apríl 2021 17:02
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svíþjóð: Hallbera bar bandið í tapi - Alex áfram á bekknum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
AIK tapaði 1-2 á heimavelli gegn Linköping í sænsku kvennadeildinni í dag.

Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan leikinn með AIK í dag og bara fyrirliðabandið.

Linköping komst yfir á 9. mínútu, AIK jafnaði á 16. mínútu en á 43. mínútu skoruðu gestirnir sigurmarkið. AIK er með eitt stig eftir fyrstu tvo leikina.

Í B-deildinni karlamegin vann Östers sinn annan sigur á tímabilinu þegar liðið vann 2-1 heimasigur á Falkenbergs.

Alex Þór Hauksson var ónotaður varamaður hjá Östers líkt og í fyrstu tveimur umferðunum. Östers er sem stendur í toppsæti deildarinnar en GAIS getur komist á toppinn með sigri og þrjú lið, þar á meðal Íslendingaliðið Helsingborg, geta jafnað við Östers að stigum.

AIK 1 - 2 Linköping

Östers 2 - 1 Falkenbergs

Athugasemdir
banner
banner
banner