Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 24. maí 2021 19:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andri Fannar „draumur þjálfarans"
Andri Fannar Stefánsson.
Andri Fannar Stefánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson segir að það sé rétt að Andri Fannar Stefánsson sé „draumur þjálfarans".

Andri Fannar er fjölhæfur leikmaður sem getur leyst margar stöður á vellinum. Hann hefur verið að spila sem vinstri bakvörður fyrir KA í Pepsi Max-deildinni og gert það vel.

Það var rætt um Andra Fannar í Stúkunni á Stöð 2 Sport fyrir leik KA gegn Stjörnunni sem hefst klukkan 19:15.

„Andri Fannar var hjá þér í Val, Óli. Hann er leikmaður sem ber ekki mikið á en það er hægt að nota hann alls staðar. Þetta er draumaleikmaður þjálfara," sagði Guðmundur Benediktsson og Ólafur, fyrrum þjálfari Vals og Stjörnunnar, tók undir það.

„Hann getur spilað allar stöður. Hann hefur það umfram aðra leikmenn að vera með jákvætt hugarfar og alltaf í toppstandi; hann hleypur allan daginn og er draumur þjálfarans," sagði Óli.

Beinar textalýsingar
ÍA - Breiðablik 19:15
Keflavík - Valur 19:15
Stjarnan - KA 19:15
Athugasemdir
banner
banner