Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 24. maí 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bale flýtti sér til Spánar - Hvað gerist næst?
Mynd: EPA
Gareth Bale skoraði tvennu þegar Tottenham vann Leicester 4-2 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í gær. Tottenham tryggði sig í Sambandsdeildina með sigrinum.

Bale var á láni hjá Tottenham frá Real Madrid á tímabilinu en hann sýndi á köflum hversu góður hann er í fótbolta. Kaflarnir voru hins vegar ekki alveg nægilega margir.

Bale flaug beint til Spánar eftir leikinn í gær og var hann kominn til Madrídar nokkrum klukkustundum eftir að leikurinn. Hann var ekkert að staldra við á Englandi.

Samningur hins 31 árs gamla Bale við Real Madrid rennur út sumarið 2022 en hann er ekki sagður í plönum félagsins fyrir næstu leiktíð.

Bale er að fara á Evrópumótið með Wales í sumar. Í viðtali eftir sigurinn á Leicester í gær sagðist hann vita hvar framtíð sín lægi en hann vildi ekki gefa það upp. „Það mun valda usla ef ég segi eitthvað," sagði Bale sem segir að eitthvað muni gerast eftir Evrópumótið.
Athugasemdir
banner
banner