banner
   mán 24. maí 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besta miðvarðapar Íslandssögunnar æfir saman í Víkingi
Raggi og Kári, eins og malt og appelsín.
Raggi og Kári, eins og malt og appelsín.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson er án félags og hefur verið það frá því hann yfirgaf Rukh Lviv í Úkraínu fyrr á þessu ári.

Elvar Geir Magnússon sagði í útvarpsþættinum síðasta laugardag að félög í Svíþjóð og Tyrklandi hefðu verið að skoða að fá hann en hann hefur verið að æfa á Íslandi undanförnu.

„Raggi Sig er búinn að vera að æfa aðeins með Víkingi," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Ég er með Halldór Smára og hef ekkert við Ragga að gera, en það yrði samt algjörlega bilað. Hann er ekki að fara í Víking en það er geggjað að þeir séu saman þarna að knúsast," sagði Tómas og átti þar við Ragnar og Kára Árnason, besta miðvarðapar í sögu íslenska landsliðsins.

„En ef það kemur ekkert upp á borðið hjá honum, þá gæti hann alveg spilað heima," sagði Elvar Geir.

Elvar sagði að Raggi hefði einnig hægt með Kórdrengjum sem eru í Lengjudeildinni.

Ragnar er í landsliðshópnum fyrir vináttulandsleiki í júní. Það er gluggi fyrir hann til að sýna sig fyrir félögum.

Sjá einnig:
Tveir gætu spilað 100. landsleikinn fyrir Ísland
Útvarpsþátturinn - Íslenskt boltahlaðborð með Gulla Jóns
Athugasemdir
banner
banner
banner