Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 24. maí 2021 18:26
Sverrir Örn Einarsson
Byrjunarlið Keflavíkur og Vals: Haukur Páll hvíldur á bekknum
Haukur Páll vermir varamannabekkinn hjá Val í kvöld.
Haukur Páll vermir varamannabekkinn hjá Val í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík tekur á móti Val á HS-orkuvellinum nú í kvöld en leikurinn
er liður í sjöttu umferð Pepsi Max deildar karla. Gestirnir frá Hlíðarenda hafa byrjað mótið vel og sitja fyrir leik í öðru sæti deildarinnar og lyfta sér á toppinn með sigri. Heimamenn í Keflavík sitja í tíunda sæti með þrjú stig og þurfa að fara að setja fleiri stig á töfuna.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá HS-Orkuvellinum

Heimamenn gera þrjár breytingar á byrjunarliði sínu frá tapinu gegn Fylki á dögunum. Magnús Þór Magnússon, Sindri Þór Guðmundsson og Christian Valesky fá sér sæti á bekknum fyrir þá Nacho Heras, Ara Stein Guðmundsson og Ingimund Aron Guðnason.

Þá gerir Valur þrjár breytingar á sínu liði frá sigrinum á Leikni en Christian Thobo Kohler, Haukur Páll Sigurðsson og Kaj Leo fá sér sæti á bekknum fyrir þá Birki Heimisson, Andra Adolphsson og Almarr Ormarsson.

Byrjunarlið Keflavíkur
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
2. Ísak Óli Ólafsson
4. Nacho Heras
7. Davíð Snær Jóhannsson
8. Ari Steinn Guðmundsson
10. Kian Williams
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Joey Gibbs
24. Rúnar Þór Sigurgeirsson
25. Frans Elvarsson (f)
28. Ingimundur Aron Guðnason

Byrjunarlið Vals
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
3. Johannes Vall
5. Birkir Heimisson
6. Sebastian Hedlund
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson
11. Sigurður Egill Lárusson
13. Rasmus Christiansen (f)
17. Andri Adolphsson
33. Almarr Ormarsson

Beinar textalýsingar
ÍA - Breiðablik 19:15
Keflavík - Valur 19:15
Stjarnan - KA 19:15
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner