Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 24. maí 2021 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Cloe Lacasse meistari með Benfica
Cloe í leik með ÍBV.
Cloe í leik með ÍBV.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Cloe Lacasse varð um helgina portúgalskur meistari með Benfica.

Benfica vann á laugardag 0-3 sigur á Sporting og tryggði sér þar með meistaratitilinn. Cloe var auðvitað á skotskónum í leiknum en hún skoraði annað mark Benfica.

Cloe er búin að skora 22 mörk í 32 keppnisleikjum fyrir Benfica á þessari leiktíð.

Hin 27 ára gamla Cloé lék með ÍBV við góðan orðstír frá 2015 til 2019 áður en hún gekk til liðs við Benfica í Portúgal.

Cloé fékk íslenskan ríkisborgararétt árið 2019 og hefur beðið eftir að fá leikheimild með íslenska landsliðinu. Hún mun hins vegar ekki fá hana þar sem hún náði ekki að uppfylla kröfur FIFA um dvalartíma á Íslandi.

Samkvæmt reglum Alþjóðaknattspyrnusambandsins þurfa einstaklingar að búa í fimm ár samfleytt í ríkinu til þess að fá heimild til að fá að leika fyrir hönd nýs lands en Cloé náði því ekki fyrir félagsskipti sín til Portúgals.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner