mán 24. maí 2021 20:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiður Smári sagður á meðal 50 bestu í sögunni
Eiður Smári á æfingu landsliðsins í Armeníu.
Eiður Smári á æfingu landsliðsins í Armeníu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins, er einn af 50 bestu sóknarmönnum í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Þetta er álit fjölmiðilsins 90min.

Fjölmiðillinn tók saman lista yfir 50 bestu sóknarmenn ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Þar situr Eiður Smári í 47. sæti á undan Louis Saha, Duncan Ferguson og Craig Bellamy.

„Tignarlegt, glæsilegt og fjölbeytilegt - eru lýsingarorð sem markafögnum Eiðs Smára Guðjohnsen mjög vel. Þau lýsa líka hæfileikum hans á vellinum á viðeigandi hátt," segir í greininni.

Eiður er þekktastur fyrir tíma sinn með Chelsea frá 2000 til 2006. Hann spilaði einnig með Tottenham, Stoke og Fulham í deild þeirra bestu á Englandi.

Þessir eru topp tíu á listanum:
10. Harry Kane
9. Didier Drogba
8. Robin van Persie
7. Andy Cole
6. Eric Cantona
5. Dennis Bergkamp
4. Sergio Aguero
3. Wayne Rooney
2. Alan Shearer
1. Thierry Henry
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner