Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 24. maí 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enska knattspyrnusambandið búið að ræða við Nicky Butt
Nicky Butt.
Nicky Butt.
Mynd: Getty Images
Enska U21 landsliðið olli miklum vonbrigðum á Evrópumótinu sem fór fram í mars síðastliðnum.

Eftir mótið var þjálfarinn Aidy Boothroyd látinn taka poka sinn eftir fimm ár í starfi.

Leit stendur núna yfir að eftirmanni hans. Sky Sports segir að enska knattspyrnusambandið sé búið að ræða við nokkra aðila og þar á meðal er Nicky Butt.

Butt vann ensku úrvalsdeildina sex sinnum á tíma sínum sem leikmaður hjá Man Utd en undanfarin ár starfaði hann fyrir akademíu félagsins. Hann hætti þar í mars á þessu ári.

Sky Sports segir að enska sambandið sé einnig búið að ræða við Paul Tisdale, fyrrum stjóra Bristol Rovers, og Lee Carsley, þjálfara enska U20 landsliðsins. Þeir koma allir til greina í starfið.
Athugasemdir
banner
banner
banner