Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mán 24. maí 2021 19:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola valinn bestur af kollegum sínum
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Pep Guardiola, stjóri Man City.
Mynd: EPA
Hinn spænski Pep Guardiola hefur verið útnefndur sem þjálfari ársins af kollegum sínum. Hann var í kvöld útnefndur þjálfarins af þjálfarasamtökunum í Bretlandi.

Guardiola stýrir Manchester City sem átti frábært tímabil og á enn möguleika á að gera það enn betra. City varð Englandsmeistari í þriðja sinn á fjórum árum og vann ásamt því deildabikarinn. City er á leið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Chelsea.

Þetta er í annað sinn sem Guardiola vinnur verðlaunin en hann fékk þau einnig 2017/18 þegar City vann ensku úrvalsdeildina með því að setja stigamet; 100 stig.

Guardiola segir að þessi verðlaun tilheyri einnig leikmönnum og starfsmönnum félagsins.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, vann þessi verðlaun í fyrra þegar hann stýrði Liverpool til sigurs í ensku úrvalsdeildinni, í fyrsta sinn í 30 ár.


Athugasemdir
banner
banner
banner