Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 24. maí 2021 14:40
Ívan Guðjón Baldursson
Inigo Martinez hafnaði landsliðskallinu frá Spáni
Mynd: Getty Images
Spænski landsliðshópurinn var kynntur í dag og kom einhverjum á óvart að þar hafi vantað miðvörðinn öfluga Inigo Martinez.

Martinez er 30 ára gamall og á 15 leiki að baki fyrir Spán. Hann er frá Baskahéraði og lék fyrir Real Sociedad áður en hann skipti til Athletic Bilbao fyrir þremur og hálfu ári síðan.

Martinez er lykilmaður í liði Athletic og hefur spilað 117 leiki frá komu sinni til félagsins. Þar áður var hann lykilmaður hjá Sociedad.

„Í langan tíma hef ég ekki verið 100%, hvorki andlega né líkamlega. Mér líður eins og ég geti ekki gert mitt besta, hvorki fyrir Athletic né Spán, og hef því ákveðið að taka mér smá pásu."

Eric Garcia, Diego Llorente, Pau Torres og Aymeric Laporte eru miðverðir spænska landsliðsins í sumar ásamt Cesar Azpilicueta. Sergio Ramos verður ekki með vegna meiðsla.
Athugasemdir
banner
banner