Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 24. maí 2021 19:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak Bergmann spilaði er Norrköping tapaði öðrum leiknum í röð
Ísak Bergmann Jóhannesson og Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Ísak Bergmann Jóhannesson og Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson spilaði allan leikinn þegar Norrköping tapaði gegn Elfsborg í sænsku úrvalsdeildinni.

Hinn danski Jeppe Okkels skoraði fyrsta mark leiksins þegar fimm mínútur voru eftir í fyrri hálfleiks. Það reyndist bara eina mark leiksins, lokatölur 1-0 fyrir Elfsborg.

Ísak var eini Íslendingurinn í hóp hjá Norrköping í dag. Ari Freyr Skúlason er meiddur og sömu sögu er að segja af Oliver Stefánssyni. Jóhannes Kristinn Bjarnason er einnig á mála hjá félaginu en hann er aðeins 16 ára.

Norrköping er með 11 stig eftir átta leiki í sjötta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Liðið hefur tapað tveimur leikjum í röð og er núna níu stigum frá toppnum.

Samkvæmt vefsíðunni Flashscore þá spilaði Ísak á miðsvæðinu í leiknum í dag. Ísak er í íslenska landsliðshópnum sem spilar vináttulandsleiki í næsta mánuði.

Molde vann toppslaginn í Noregi
Hólmar Örn Eyjólfsson var ekki með Rosenborg í toppbaráttuslag í Noregi í kvöld. Hann fór í aðgerð á nára síðastliðinn föstudag og er frá í tvær vikur. Án hans í liðinu tapaði Rosenborg 2-3 gegn Molde. Molde kom sér á toppinn með sigrinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner