Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 24. maí 2021 16:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalski Ofurbikarinn spilaður í Sádí-Arabíu
Mynd: Getty Images
Forseti Serie A, Paolo Dal Pino, staðfesti í dag að úrslitaleikur ítalska Ofurbikarsins mun fara fram í Sádí-Arabíu.

Stjórn Serie A hefur verið gagnrýnd harkalega fyrir að gera samning við Sádí-Arabíu í ljósi allra þeirra mannréttindabrota sem líðast í landinu.

„Úrslitaleikurinn verður spilaður í Sádí-Arabíu vegna samninga sem voru gerðir áður en ég var ráðinn hingað. Þetta er síðasta árið sem þessi samningur gildir. Það eru góð samskipti á milli knattspyrnusambanda Sádí-Arabíu og Ítalíu," sagði Dal Pino.

Inter og Juventus mætast í úrslitaleik Ofurbikarsins. Inter rúllaði upp ítölsku deildinni á meðan Juve vann bikarinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner