Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 24. maí 2021 14:20
Ívan Guðjón Baldursson
Karius og Awoniyi halda aftur til Liverpool
Mynd: Getty Images
Union Berlin hefur staðfest að báðir lánsmenn liðsins frá Liverpool hafa verið sendir aftur heim.

Union fékk Loris Karius lánaðan í markið og Taiwo Awoniyi í sóknina. Karius spilaði aðeins fimm leiki en hélt hreinu í þremur þeirra. Hann fékk fjögur mörk á sig í hinum tveimur.

Hinn 23 ára gamli Awoniyi kom við sögu í 22 leikjum og skoraði fjögur mörk.

Ljóst er að hvorki Karius né Awoniyi eiga framtíð hjá Liverpool. Karius á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og Awoniyi tvö ár.
Athugasemdir
banner
banner