Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 24. maí 2021 21:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Krísa í Stjörnunni - „Ég bara trúi þessu ekki"
Stjarnan er í veseni.
Stjarnan er í veseni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er óhætt að segja að það sé krísa að myndast hjá Stjörnunni eftir afskaplega dapra byrjun í Pepsi Max-deildinni.

Sjá einnig:
Er raunhæft að Stjarnan falli? - „Garðabærinn er í sjokki"

Það hefur mikið gengið á í Garðabænum í upphafi móts. Rúnar Páll Sigmundsson hætti sem þjálfari Stjörnunnar eftir eina umferð vegna ósættis við stjórn og Þorvaldur Örlygsson tók við keflinu af honum. Stjarnan hefur núna spilað sex leiki í Íslandsmótinu og tapað fjórum þeirra. Leikirnir sem töpuðust ekki enduðu í markalausum jafnteflum.

Stjarnan hefur ekki skorað í fimm af sex leikjum sínum til þessa. Liðið tapaði í kvöld 1-0 fyrir KA en hægt er að lesa um gang mála í þeim leik með því að smella hérna.

„Ef þú ert búinn að skora bara í einum leik, þá þarftu að hafa áhyggjur," sagði Guðmundur Benediktsson í Stúkunni á Stöð 2 Sport í kvöld.

Ólafur Jóhannesson stýrði Stjörnunni með Rúnari Páli Sigmundssyni í fyrra. Hann trúir ekki sínum eigin augum.

„Eins og við erum búnir að segja þá eru þeir í veseni, miklu veseni. Það hjálpar þeim að hafa reynslumikla þjálfara sem taka á svona hlutum, en ég bara trúi þessu ekki. Það er bara þannig. Ég þekki þessa leikmenn og þetta kemur mér mjög á óvart."
Athugasemdir
banner
banner