mán 24. maí 2021 13:10
Ívan Guðjón Baldursson
Luis Suarez verður áfram hjá Atletico
Mynd: Getty Images
Luis Suarez lék lykilhlutverk er Atletico Madrid vann sinn fyrsta Spánarmeistaratitil síðan 2014.

Suarez fór frítt til Atletico eftir að samningur hans við Barcelona rann út og taldi Ronald Koeman sig ekki hafa not fyrir úrúgvæska sóknarmanninn.

„Þetta eru gleðitár. Ég vil þakka konunni minni fyrir að styðja mig í gegnum súrt og sætt, hún studdi mig mikið eftir allt sem gerðist síðasta sumar. Hún veit hversu mikið ég lagði á mig til að sanna að ég gæti enn spilað í hæsta gæðaflokki," sagði Suarez eftir að Atletico tryggði sér titilinn í lokaumferðinni.

Suarez var spurður að lokum hvort hann hyggðist vera áfram hjá Atletico eða leita á ný mið þar sem hann hefur verið orðaður við hin ýmsu félög.

„Já, já, já, klárlega," svaraði Suarez.

Suarez er 34 ára gamall og skoraði 21 mark í 32 deildarleikjum á tímabilinu.

Suarez hjálpaði Atletico að vinna La Liga í ellefta skipti sögunnar. Þetta var þó aðeins þriðji Spánartitill Atletico á síðustu 40 árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner