Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 24. maí 2021 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd fylgist með Ronaldo
Powerade
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það er stútfullur pakki af slúðri í dag enda styttist óðfluga í að leikmannamarkaðurinn opni. Cristiano Ronaldo, Marcelo Bielsa, Kylian Mbappe, Harry Kane og Martin Ödegaard koma meðal annars fyrir í pakka dagsins.


Man Utd fylgist með stöðu Cristiano Ronaldo, 36, hjá Juventus. Það er orðrómur uppi um að Ronaldo ætli að skipta um félag í sumar. (Athletic)

Leeds United er búið að gera nýjan eins árs samning við hinn 65 ára gamla Marcelo Bielsa. (Mirror)

Kylian Mbappe, 22, segist vera kominn í samningsviðræður við PSG. Hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. (Canal+)

Liverpool færist nær Yves Bissouma, 24 ára miðjumanni Brighton. Arsenal er búið að færa áhuga sinn annað. (Daily Mail)

Þá eru möguleg félagaskipti Ibrahima Konate, 21, til Liverpool orðin flókin. RB Leipzig vill 34 milljónir punda fyrir miðvörðinn og gæti það fælt Liverpool í burtu. Gerist það er líklegt að Liverpool reyni við Ozan Kabak, 21, í staðinn sem hefur verið hjá félaginu að láni frá Schalke síðan í febrúar. (Times)

PSG er meðal líklegustu áfangastaða Georginio Wijnaldum, 30, sem verður samningslaus í sumar eftir fimm ár hjá Liverpool. Barcelona hefur ekki enn boðið miðjumanninum knáa samning. (Le10Sport)

Thomas Tuchel vill að Chelsea kaupi Harry Kane, 27, í sumar. Chelsea óttast þó að Tottenham neiti að selja til sín vegna fjandskaps Lundúnafélaganna. (Telegraph)

Tony Cascarino, fyrrum sóknarmaður Chelsea, býst við að sitt Tottenham muni kaupa Ollie Watkins frá Aston Villa í sumar til að fylla í skarð Harry Kane. (Talksport)

Juan Mata veit ekki hvort hann verði áfram hjá Man Utd eftir að samningur hans rennur út í sumar. (BT Sport)

Arsenal og Real Madrid munu hefja viðræður á næstu vikum um áframhaldandi lánssamning Martin Ödegaard, 22, sem gerði flotta hluti hjá Arsenal í vor. (Sun)

Daniel Farke, þjálfari Norwich, segir að félagið þurfi að taka áhættur á leikmannamarkaðinum í sumar til að eiga möguleika á að halda sér í ensku úrvalsdeildinni. Norwich vann Championship deildina með 97 stig úr 46 leikjum. (Eastern Daily Press)

Arsenal hefur verið orðað við Cengiz Ünder, 23, sem varði tímabilinu hjá Leicester að láni frá AS Roma. AC Milan og Borussia Dortmund hafa einnig áhuga á tyrkneska kantmanninum. (Tuttomercatoweb)

Barcelona hefur áhuga á Robin Gosens, vinstri bakverði Atalanta sem hefur verið orðaður við nokkur af stærstu félögum Evrópu. (Sport)

Real Madrid vill selja miðjumanninn sinn Dani Ceballos, 24, í sumar. Ceballos hefur verið síðustu tvö tímabil hjá Arsenal en Lundúnarfélagið hefur ekki áhuga á að kaupa leikmanninn.

Bournemouth vill kaupa Cameron Carter-Vickers, 23, eftir að hafa varið tímabilinu hjá félaginu á lánssamningi frá Tottenham. Newcastle United og Anderlecht hafa einnig áhuga á bandaríska varnarmanninum. (SBI)

Gennaro Gattuso er talinn líklegasti arftaki Andrea Pirlo hjá Juventus. (Tuttosport)

Gian Piero Gasperini, þjálfari Atalanta, hefur einnig verið orðaður við Juve. (Calciomercato)

Zinedine Zidane mun hefja samningsviðræður við Real Madrid á næstu dögum. (ESPN)
Athugasemdir
banner
banner
banner