Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 24. maí 2021 22:10
Sverrir Örn Einarsson
Rúnar Þór: Ég veit alveg hvað ég get
Rúnar Þór Sigurgeirsson
Rúnar Þór Sigurgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mikil bæting. En við samt fáum á okkur klaufalegt mark sem við þurfum að bæta og skorum alltof seint. Við vorum að mér fannst miklu betri í seinni hálfleik á móti Íslandsmeisturunum og það sýnir að við getum alveg spilað,“ sagði Rúnar Þór Sigurgeirsson vinstri bakvörður Keflavíkur að loknu 1-2 tapi Keflavíkur gegn Val fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  2 Valur

Rúnar Þór var á dögunum valinn í A-landslið Íslands fyrir komandi verkefni en bakvörðurinn öflugi var viðloðandi U-21 landsliðið síðasta ár en var þó ekki einn af leikmönnum sem hlutu náð fyrir lokakeppni Evrópumóts u-21 í vor. Um valið sagði hann.

„Mikill heiður og sýnir að þjálfarinn hefur álit á mér. Ég veit alveg hvað ég get þó ég hafi kannski ekki sýnt það á tímabilinu en mjög mikill heiður.“

Það kom sumum spánskt fyrir sjónir að Rúnar sem eins og áður sagði er vinstri bakvörður og liðsfélagi hans Ísak Óli Ólafsson miðvörður væru valdir í landsliðið fyrir komandi verkefni sem leikmenn Keflavíkur sem gengið hefur illa í upphafi móts að verja markið sitt og fengið flest mörk allra liða á sig. Um þetta sagði Rúnar:

„Það verða alltaf gagnrýnisraddir og maður þarf bara að taka þeim og ekki láta þær hafa áhrif á sig eins og við sýndum. Við erum að spila við Íslandsmeistarana og erum bara ívið betri heldur en þeir.“

Sagði Rúnar en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner