Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 24. maí 2021 15:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Ótrúlegt sjálfsmark í þýsku B-deildinni
Samúel Kári Friðjónsson var hjá Paderborn í fyrra.
Samúel Kári Friðjónsson var hjá Paderborn í fyrra.
Mynd: Getty Images
Würzburg tók á móti Paderborn í þýsku B-deildinni og átti ansi skrautlegt atvik sér stað í stöðunni 0-1 fyrir gestina.

Markvörður Paderborn sótti dauðan bolta rétt fyrir utan vítateig og í stað þess að hreinsa eða hlaupa heim og nota hendur ákvað hann að leika á sóknarmanninn sem var mættur í pressu.

Það hafðist í fyrstu tilraun en í stað þess að hreinsa ákvað markvörðurinn að leika aftur á andstæðing sinn, í þetta skiptið misheppnaðist tilraunin herfilega og missti hann knöttinn frá sér úti á kanti.

Leikmaður Würzburg gaf þá fyrir en engan samherja að finna innan vítateigs. Það sakaði þó ekki því Aristote Nkaka, varnarmaður Paderborn, var mættur á svæðið til að stanga knöttinn í eigið net.

Sjáðu markið
Athugasemdir
banner
banner