Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 24. maí 2021 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Til í að vera áfram hjá Dortmund þrátt fyrir að nýr þjálfari komi inn
Terzic ræðir hér við Julian Brandt.
Terzic ræðir hér við Julian Brandt.
Mynd: Getty Images
Edin Terzic er tilbúinn að starfa áfram fyrir Borussia Dortmund þrátt fyrir að félagið hafi tekið ákvörðun um að ráða annan þjálfara fyrir næstu leiktíð.

Terzic tók við til bráðabirgða þegar Lucien Favre var rekinn í desember á síðasta ári.

Terzic byrjaði brösulega en hann endaði tímabilið frábærlega. Hann kom Dortmund í Meistaradeildina og vann þýska bikarinn.

Dortmund er búið að ráða Marco Rose, sem stýrt hefur Borussia Mönchengladbach, til að taka við liðinu fyrir næstu leiktíð. Þrátt fyrir það er Terzic til í að halda áfram að starfa fyrir Dortmund að sögn Goal.

„Núna mun ég fara heim og hafa það gott í nokkra daga," sagði Terzic sem hefur verið orðaður við aðalþjálfarastarfið hjá Eintracht Frankfurt og Wolfsburg.
Athugasemdir
banner
banner