banner
   þri 24. maí 2022 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Norðfirðingar unnu - KFK rúllaði yfir Stokkseyri
Ísbjörninn varð Íslandsmeistari í Futsal í vetur.
Ísbjörninn varð Íslandsmeistari í Futsal í vetur.
Mynd: Ísbjörninn
Keston George lék með Kórdrengjum í 3. deild sumarið 2019.
Keston George lék með Kórdrengjum í 3. deild sumarið 2019.
Mynd: Kórdrengir
Boltafélag Norðfjarðar fyrir tíu árum.
Boltafélag Norðfjarðar fyrir tíu árum.
Mynd: ÚÍA

Það fóru þrír leikir fram í 4. deildinni í gærkvöldi þar sem Ísbjörninn rúllaði yfir KFB á meðan KFK vann á Stokkseyri og Boltafélag Norðfjarðar sigraði Mána.


Ísbjörninn rúllaði yfir KFB í A-riðli og skoraði átta mörk þar sem Rúben Filipe Vasques Narciso og Orats Reta Garcia settu sitthvora tvennuna.

Ísbjörninn er með sex stig eftir tvær umferðir. KFB er án stiga eftir 7-0 tap í fyrstu umferð.

Stokkseyri steinlá á heimavelli gegn KFK í leik þar sem Keston George var atkvæðamestur með tvennu. 

Það sauð uppúr á 81. mínútu og leikmaður úr sitthvoru liði rekinn útaf en niðurstaðan öruggur sigur KFK, sem er komið með fjögur stig eftir jafntefli við Tindastól í fyrstu umferð.

Að lokum hafði Boltafélag Norðfjarðar betur gegn Mána í E-riðli.

Filip Marcin Sakaluk gerði tvennu fyrir Norðfirðinga á meðan Ingvi Þór Sigurðsson setti bæði mörk Mána í leiknum.

Lokatölur urðu 5-2 og er Boltafélagið með þrjú stig eftir tvær umferðir. Máni er án stiga.

KFB 0 - 8 Ísbjörninn
0-1 Gabríel E Midjord Jóhannsson ('15)
0-2 Sigþór Marvin Þórarinsson ('20)
0-3 Goran Vunduk ('34)
0-4 Orats Reta Garcia ('53)
0-5 Rúben Filipe Vasques Narciso ('54)
0-6 Rúben Filipe Vasques Narciso ('62)
0-7 Orats Reta Garcia ('91)
0-8 Mateusz Tomasz Lis ('93)

Stokkseyri 1 - 5 KFK
0-1 Jamal Michael Jack ('8)
0-2 Gunnar Jökull Johns ('26)
0-3 Hubert Rafal Kotus ('56)
1-3 Örvar Helgason ('77)
1-4 Keston George ('78)
1-5 Keston George ('93)
Rautt spjald: Vadims Senkovs, Stokkseyri ('81)
Rautt spjald: Jóhann Steinar Sigurðarson, KFK ('81)

Boltafélag Norðfjarðar 5 - 2 Máni
1-0 Anton Berg Sævarsson ('3)
2-0 Filip Marcin Sakaluk ('33)
3-0 Víkingur Pálmason ('59)
4-0 Hákon Þorbergur Jónsson ('70)
4-1 Ingvi Þór Sigurðsson ('73)
4-2 Ingvi Þór Sigurðsson ('79, víti)
5-2 Filip Marcin Sakaluk ('81)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner