Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 24. maí 2022 09:20
Elvar Geir Magnússon
Real Madrid snýr sér að Sterling eftir höfnun Mbappe
Powerade
Raheem Sterling til Real Madrid?
Raheem Sterling til Real Madrid?
Mynd: Getty Images
Kalvin Phillips til Man City?
Kalvin Phillips til Man City?
Mynd: Getty Images
Gabriel til Juventus?
Gabriel til Juventus?
Mynd: EPA
Tarkowski til Everton?
Tarkowski til Everton?
Mynd: Getty Images
Sterling, Mbappe, Phillips, Jesus, Forster, Ronaldo, Tielemans og fleiri í slúðurpakkanum. BBC tók saman það helsta úr ensku götublöðunum og víðar.

Franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe (23) segir að draumurinn um að spila fyrir Real Madrid sé ekki úti þó hann hafi framlengt við PSG. Hann segist aldrei að vita hvað gerist í framtíðinni. (BBC)

Real Madrid vill fá enska sóknarleikmanninn Raheem Sterling (27) frá Manchester City eftir að Mbappe hafnaði félaginu. (Star)

Mbappe segist einnig hafa rætt við Liverpool áður en hann ákvað að vera áfram hjá Frakklandsmeisturum PSG. (Telegraph)

Kalvin Phillips (26), miðjumaður Leeds, er efstur á óskalista Manchester City fyrir sumarið en félagið vill fá mann í stað Fernandinho (37). (Mail)

Tottenham mun veita Arsenal samkeppni um brasilíska sóknarmanninn Gabriel Jesus (25) frá Manchester City. (Telegraph)

Tottenham færist nær því að semja við enska markvörðinn Fraser Forster (34) hjá Southampton á frjálsri sölu. (Mail)

Erik ten Hag, nýr stjóri Manchester United, hefur gert það ljóst að hann vill halda Cristiano Ronaldo (37) annað tímabil. (Metro)

Belgíski miðjumaðurinn Youri Tielemans (25) hjá Leicester er meðal efstu nafna á óskalista Mikel Arteta, stjóra Arsenal. (Telegraph)

Juventus leggur aukna áherslu á að reyna að fá brasilíska varnarmanninn Gabriel (24) frá Arsenal. (Mirror)

Arsenal mun reyna að selja sjö aðalliðsleikmenn í sumar, þar á meðal spænska varnarmanninn Hector Bellerín (27) og þýska markvörðinn Bernd Leno (30). (Sun)

Leeds er að fara að kaupa bandaríska miðjumanninn Brenden Aaronson (21) frá Red Bull Salzburg á 23 milljónir punda. (Times)

Patrick Vieira, stjóri Crystal Palace, vill fá enska miðjumanninn Conor Gallagher (22) aftur frá Chelsea á næsta tímabili. (Star)

Spænski varnarmaðurinn Marcos Alonso (31) mun biðja um að fá að yfirgefa Chelsea en hann hefur þegar gert munnlegt samkomulag við Barcelona. (Sport)

Everton og Leicester vilja fá enska miðvörðinn James Tarkowski (29) frá Burnley (90 min)

Everton hefur boðið Tarkowski 120 þúsund pund í vikulaun. (Football Insider)

Newcastle fylgist með brasilíska varnarmanninum Renan Lodi (24) hjá Atletico Madrid. (Chronicle)

Barcelona mun tilkynna um komu Andreas Christensen (26) á næstu dögum. Samningur danska varnarmannsins við Chelsea rennur út í júní. (AS)

Þrjú félög í ensku úrvalsdeildinni hafa sett sig í samband við danska miðjumanninn Christian Eriksen (30) en samningur hans við Brentford er að klárast. (Fabrizio Romano)

David Moyes, stjóri West Ham, ýjar að talsverðum breytingum á leikmannahópnum í sumar. Þrátt fyrir flott tímabil. (Standard)

Luciano Spalletti, stjóri Napoli, segir að liðið hafi ekki efni á því að missa senegalska varnarmanninn Kalidou Koulibaly (30) sem orðaður er við Chelsea. (Star)
Athugasemdir
banner
banner
banner