Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 24. júní 2018 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fara í Xhaka og Shaqiri í tveggja leikja bann?
Mynd: Getty Images
Svissnesku landsliðsmennirnir gætu fengið refsingu fyrir það hvernig þeir fögnuðu mörkum sínum í sigrinum á Serbíu á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi á föstudaginn. Sviss vann leikinn 2-1 með sigurmarki Shaqiri á lokamínútunum.

Xhaka og Shaqiri eru báðir Kosóvó-Albanar en þeir fögnuðu mörkum sínum með því að mynda fugl með höndunum, tvíhöfða örn sem prýðir albanska fánann.

Serbía hefur átt í slæmu sambandi við Albaníu í gegnum árin og Kosóvó er ein af ástæðunum fyrir því. Serbía neitar að viðurkenna Kosóvó sem sjálfstætt ríki en í Kosóvó býr mikið af fólki með albanskan uppruna.

Fjölskyldur Xhaka og Shaqiri flúðu til Sviss frá Kosóvó vegna stríðs þar í landi. Í stríðinu létust margir Albanir fyrir hendi serbneskra öryggissveita.

Serbar eru ekki ánægðir með fögn tvímenningana en eftir leik sagði Shaqiri að fagnið hefði ekki verið í pólitískum tilgangi.

Ef FIFA ákveður að refsa þeim, þá munu þeir væntanlega fara í tveggja leikja bann. Þá munu þeir missa af lokaleik Sviss í riðlinum gegn Kosta Ríka og leiknum í 16-liða úrslitunum ef Sviss kemst þangað. Sviss fer áfram með sigri á Kosta Ríka.
Athugasemdir
banner
banner
banner