Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 24. júní 2018 09:15
Magnús Már Einarsson
Gylfi: Náum alltaf að gera það sem er eiginlega ómögulegt
Icelandair
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson er vongóður um að íslenska landsliðið nái að vinna Króatíu og komast áfram í 16-liða úrslitin á HM. Gylfi er bjartsýnn þrátt fyrir að Ísland sé á eftir bæði Króatíu og Nígeríu fyrir lokaumferð riðilsins. Hann bendir á að Ísland hafi náð að koma til baka úr erfiðri stöðu í undankeppni HM.

„Við höfum lent í þessu áður. Síðasta dæmið er Finnlandsleikurinn úti í riðlakeppninni. Þetta var mjög erfið staða sem við vorum komnir í þá en við einhvern veginn náum alltaf að koma til baka og gera það sem er eiginlega ómögulegt. Ég vona að það verði aftur upp á teningunum núna," sagði Gylfi í viðtali við vef FIFA.

„Auðvitað yrði það bara stórkostlegur árangur að komast upp úr þessum riðli. En ég held bara að það hjálpi yngri kynslóðinni að við séum á HM og fyrir yngri krakka á Íslandi að horfa á liðið sitt á þessu móti. Það er náttúrlega frábært og eitthvað sem ég get ekki alveg ímyndað mér því að þetta var ekki þannig þegar ég var ungur. Sú reynsla getur bara verið jákvæð."

Ísland vann riðilinn í undankeppni HM og endaði á undan Króatíu sem þurfti að fara í umspil gegn Grikklandi. Gefur það Íslandi aukið sjálfstraust að hafa endaði fyrir ofan Króata í riðlinum?

„Já og nei," svaraði Gylfi. „Við vitum alveg að þetta er eitt af bestu landsliðunum í heiminum í dag ef þú horfir á frammistöðu þeirra."

„Ég held að það breyti engu hvort að við höfum unnið þá fyrir einu ári, eða tapað fyrir þeim fyrir þremur árum. Þetta verður allt öðruvísi leikur núna. En auðvitað er frábært að við höfum sýnt að við getum unnið þetta lið."

„Það er erfitt að brjóta þá niður. Þeir eru með gott lið bæði fram á við og til baka. Þetta veltur á okkur að ná góðum úrslitum og svo vonumst við eftir góðum úrslitum í hinum leiknum."

Athugasemdir
banner
banner
banner