Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 24. júní 2018 19:54
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
HM: Pólland úr leik eftir tap gegn Kólumbíu
Mynd: Getty Images
Pólland 0 - 3 Kólumbía
0-1 Yerry Mina ('40 )
0-2 Radamel Falcao ('70 )
0-3 Juan Cuadrado ('75 )

Nú er annari umferð riðlakeppni Heimsmeistaramótsins í Rússlandi lokið en lokaleikur annarar umferðar var leikur Póllands og Kólumbíu í H-riðli en bæði liðin töpuðu í fyrstu umferð.

Kólumbía var með 0-1 forystu þegar flautað var til loka fyrri hálfeiks en rétt fyrir hálfleik skallaði Yerry Mina leikmaður Barcelona boltann í netið eftir sendingu frá James Rodriguez.

Radamel Falcao kom svo Kólumbíu í enn betri stöðu þegar hann skoraði annað mark liðsins þegar 20 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Fimm mínútum síðar gulltryggði Juan Cuadrado sigur Kólumbíu þegar hann skoraði þriðja markið þeirra.

Niðurstaðan er því sú að Kólumbía á góðan möguleika á því að komast í 16-liða úrsltin en þeir mæta Senegal á fimmtudaginn. Pólland er hins vegar stigalaust og er úr leik, þeir mæta Japan á fimmtudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner