Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   sun 24. júní 2018 19:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
„Modric fengi meiri athygli ef hann væri frá Spáni eða Þýskalandi"
Luka Modric skoraði frábært mark gegn Argentínu á fimmtudaginn.
Luka Modric skoraði frábært mark gegn Argentínu á fimmtudaginn.
Mynd: Getty Images
Króatía er komið í 16-liða úrslit á Heimameistaramótinu í Rússlandi þar sem eins og flestir vita leika þeir í D-riðli ásamt Argentínu, Íslandi og Nígeríu.

Í króatíska landsliðhópnum eru margir frábærir leikmenn og þar á meðal Luka Modric sem leikur með Real Madrid, Dejan Lovren varnarmaður Liverpool og Króatíu hrósar Modric mikið og telur að hann væri jafnvel búinn að vinna gullboltann ef hann kæmi frá stærra landi en Króatíu.

„Vegna þess að við erum frekar lítið land fær hann (Modric) minni athygli en hann á skilið."

„Modric myndi án efa fá meiri athygli en hann er að fá núna ef hann væri frá Þýskalandi eða Spáni, hann væri jafnvel búinn að vinna gullboltann ef svo væri."

„Það er mikill heiður að fá að spila með Luka Modric, við elskum allir fótbolta og vitum að Modric er magnaður leikmaður, hann er einn sá besti í heiminum þessa stundina," sagði Dejan Lovren.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner