sun 24. júní 2018 14:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Panama eru bara lélegir, það er bara þannig"
Leikmenn Panama eftir leikinn gegn Englandi.
Leikmenn Panama eftir leikinn gegn Englandi.
Mynd: Getty Images
„Þeir eru bara lélegir, það er bara þannig," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Gróttu, er hann lýsti liði Panama eftir 6-0 tapið gegn Englandi á HM í Rússlandi núna áðan.

Leikurinn fór 6-1 fyrir Englandi! Staðan var 5-0 að fyrri hálfleik loknum og voru lokatölur 6-1. Englendingar slökuðu mikið á í seinni hálfleik og spöruðu orkuna.

„Englendingar spiluðu ágætlega, tóku þetta í skorpum einhvern veginn. Settu í gírinn, slökuðu á og settu aftur í gírinn. Síðasta hálftímann löbbuðu þeir bara í gegnum þetta."

Frammistaða Panama í dag var skelfileg og stærsti sigur Englands á stórmóti staðreynd.

England er komið áfram í 16-liða úrslit ásamt Belgíu úr þessum G-riðli. Túnis og Panama eru úr leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner