Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 24. júní 2020 22:43
Brynjar Ingi Erluson
Fimmtánda mark Salah á Anfield - „Okkar tími er kominn"
Mohamed Salah skorar framhjá Wayne Hennessey í kvöld
Mohamed Salah skorar framhjá Wayne Hennessey í kvöld
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah skoraði 15. heimavallarmarkið á tímabilinu er Liverpool sigraði Crystal Palace á Anfield í kvöld. Hann var allt í öllu í sigrinum.

Salah var ekki með Liverpool í síðustu umferð gegn Liverpool en það var ljóst að liðið saknaði hans í þeim leik. Hann hressti því stuðningsmenn við með því að skora og leggja upp í dag og er liðið nú nær því að vinna titilinn.

Hann hefur skorað 17 deildarmörk á tímabilinu, þar af fimmtán á Anfield en aðeins tvö á útivelli. Einu útivallarmörkin komu gegn Bournemouth og West Ham.

Salah er næstmarkahæstur ásamt Pierre-Emerick Aaubameyang en Jamie Vardy er efstur með 19 mörk. Salah mun þó bráðlega fagna því að vera Englandsmeistari og segir hann að þetta sé tími Liverpool.

„Mér líður frábærlega. Frá því ég kom hingað þá hef ég alltaf sagt að ég vilji vinna ensku úrvalsdeildina með Liverpool. Borgin hefur ekki fengið titil hingað í langan tíma en núna er rétti tíminn og okkar tími kominn, sem er frábært," sagði Salah.
Athugasemdir
banner
banner