Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 24. júní 2020 07:28
Magnús Valur Böðvarsson
4. deild: Hamar og KÁ með sigra í hasarleikjum
Hamarsmenn unnu í gærkvöldi á meðan Berserkir biðu lægri hlut
Hamarsmenn unnu í gærkvöldi á meðan Berserkir biðu lægri hlut
Mynd: Magnús Valur Böðvarsson
Tveir leikir fóru fram í 4.deild karla í gærkvöldi. KÁ var með góðan endurkomu sigur gegn Berserkjum á meðan Hamarsmenn unnu góðan útisigur gegn KFB í baráttuleik en báðir leikirnir eru í B-riðlinum. Hamar tyllir sér á toppinn með 6 stig á meðan KÁ er með 4 stig í öðru sæti.

KÁ 2 - 1 Berserkir
0-1 Vilhjálmur Ingi Ingólfsson
1-1 Alexander Snær Einarsson
2-1 Jón Eyjólfur Guðmundsson

Berserkir byrjuðu leikinn betur og náðu forystunni en lærisveinar Salih Heimir Porca náðu að koma til baka á seinustu 20 mínútunum í hörkuleik á Ásvöllum og sigla inn góðum þremur stigum.

KFB 3 - 5 Hamar
1-0 Guðlaugur Orri Stefánsson (13')
1-1 Bjarki Rúnar Jónínuson (26'víti)
1-2 Bjarki Rúnar Jónínuson (28')
1-3 Bjarki Rúnar Jónínuson (29')
1-4 Bjarki Rúnar Jónínuson (50')
1-5 Atli Þór Jónasson (57')
2-5 Kjartan Atli Kjartansson (75')
3-5 Bragi Þór Kristinsson (80')

Rauð spjöld: Jón Þór Sveinsson 82' Hamar, Einar Jakob Jóhannsson 90' Hamar

Það var boðið uppá veislu á Álftanesinu. KFB komst yfir snemma leiks en Hamarsmenn jöfnuðu úr vítaspyrnu um miðjan fyrri hálfleik. Upphaflega brenndi Bjarki Rúnar Jónínuson af en spyrnan var endurtekin þar sem markvörður KFB hafði farið fyrr af línunni. Það virtist fara í hausinn á heimamönnum og Bjarki bætti við 2 mörkum á 2 mínútum nánast strax eftir markið og kominn með þrennu á 4 mínútum. Hann skoraði svo 4. mark sitt í upphafi síðari hálfleik og það fimmta fylgdi stuttu seinna hjá Hamarsmönnum þegar Atli Þór Jónassson skoraði. Gamanið var rétt að byrja því varamennirnir Kjartan Atli Kjartansson, pepsi marka maður minnkaði muninn og Bragi Þór Kristinsson minnkaði muninn í tvö mörk. Þessu fylgdi gríðarlegur sóknarþungi hjá heimamönnum og fengu gestirnir að líta 2 rauð spjöld á lokamínútum leiksins en náðu að halda út. Góður sigur fyrir Hamarsmenn sem skelltu sér á toppinn með sigrinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner