Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. júní 2020 23:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
4. deild: Óvæntur sigur Kríu og mikil dramatík í Kópavogi
Kristján Páll jafnaði fyrir Leikni á 95. mínútu, en Smári skoraði sigurmark nokkrum sekúndum síðar.
Kristján Páll jafnaði fyrir Leikni á 95. mínútu, en Smári skoraði sigurmark nokkrum sekúndum síðar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveir leikir fóru fram í D-riðli 4. deildar karla í kvöld og það voru óvænt úrslit á Seltjarnarnesi þar sem Kría vann 4-3 sigur á Hvíta riddaranum.

Magnús Valur Böðvarsson, sérfræðingur um 4. deildina, spáir Hvíta riddaranum sigri í riðlinum, en Kríu fimmta sæti

Þessi úrslit koma því á óvart. Hvíti riddarinn náði forystunni í leiknum, en Kría náði fljótlega að snúa leiknum sér í vil og var 2-1 yfir í hálfleik. Hvíti riddarinn jafnaði eftir tíu mínútur í síðari hálfleik, en aftur svaraði Kría með tveimur mörkum. Það var erfitt fyrir Hvíta riddarann eftir það og voru lokatölur 4-3.

Kría er á toppi riðilsins með fjögur stig. Hvíti riddarinn er með þrjú stig eins og Smári sem vann KB 3-2 í kvöld.

Sveinbjörn Jónasson skoraði tvö mörk fyrir Smára í leiknum og gerði Kristján Páll Jónsson tvö fyrir KB. Kristján jafnaði metin á 95. mínútu í 2-2, en Geirlaugur Árni Kristjánsson skoraði dramatískt sigurmark Smára nokkrum sekúndum síðar. KB er án stiga eftir tvo leiki.

Smári 3 - 2 KB
1-0 Sveinbjörn Jónasson ('42)
1-1 Kristján Páll Jónsson ('52)
2-1 Sveinbjörn Jónasson ('72)
2-2 Kristján Páll Jónsson ('95)
3-2 Geirlaugur Árni Kristjánsson ('96)

Kría 4 - 3 Hvíti riddarinn
0-1 Eiður Andri Thorarensen ('19)
1-1 Pétur Már Harðarson ('23)
2-1 Davíð Fannar Ragnarsson ('42)
2-2 Stefnir Guðmundsson ('55)
3-2 Eðvald Þór Stefánsson ('61)
4-2 Davíð Fannar Ragnarsson ('64)
4-3 Eiður Andri Thorarensen ('69)
Athugasemdir
banner
banner
banner