Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 24. júní 2020 07:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Aguero staðfestir hnémeiðsli - Ekki meira með í úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images
Sergio Kun Aguero meiddist á hné í leik Manchester City og Burnley í fyrradag. Aguero fór til Barcelona í gær og fór þar í myndatöku á hnénu.

Aguero segir í færslu á Twitter að myndirnar staðfesti að hann sé með skaddað vinstra hné. Hann segir það leiðinlegt og bætir við því að hann stefni á að koma til baka sem fyrst.

Staðfest hefur verið að meiðsli Aguero valdi því að argentínski framherjinn verði frá fótboltavellinum í á bilinu 5-7 vikur. Hann mun því ekki leika meira með City í úrvalsdeildinni þessa leiktíðina.

City á enn eftir seinni leik sinn gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu og fer sá leikur fram í ágúst. Möguleiki er á að Aguero nái þeim leik. Ef City vinnur eða gerir jafntefli í leiknum heldur liðið áfram í keppninni en liðið leiðir 2-1 eftir fyrri leik liðanna sem fram fór í Madríd.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner