Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 24. júní 2020 15:25
Arnar Laufdal Arnarsson
Andri Fannar að framlengja samning sinn við Bologna
Yngstur til að spila í topp 5 deildum Evrópu
Yngstur til að spila í topp 5 deildum Evrópu
Mynd: Andri Fannar
Hinn ungi og bráðefnilegi leikmaður Andri Fannar Baldursson er að framlengja samning sinn við Bologna F.C. á Ítalíu, en þetta staðfesti Andri við Fotbolti.net í dag.

Samningaviðræður eru í gangi milli Bologna og Andra og vill ítalska félagið gera langtíma samning við leikmanninn unga.

Að sögn Andra vilja Bologna klára samninginn sem fyrst og hefur félagið verið að bjóða honum nokkra samninga sem umboðsmaður Andra og teymið hans hafa verið að skoða og reyna semja en samningaviðræðurnar eru langt komnar en ekkert komið í höfn ennþá.

Andri er hávaxinn léttleikandi miðjumaður með góða tækni og gott auga fyrir spili. Andri er fæddur árið 2002 og kemur úr unglingastarfi Breiðabliks.

Samkvæmt ítsölskum blöðum og Fotbolti.net voru þrjú ensk lið og fimm ítölsk lið á eftir kappanum.

Andri Fannar var yngsti leikmaður í sögu Íslands til að spila í topp 5 deildum Evrópu þegar hann kom inn á gegn Udinese í Serie A þann 22. febrúar s.l. og spilaði hann í þeim leik 31 mínútu.

Andri hefur spilað 34 leiki fyrir yngri landslið Íslands og skorað í þeim leikjum 4 mörk. Hann var hluti af U-17 ára liði Íslands sem gerði frábæra hluti á EM U-17.
Athugasemdir
banner
banner
banner