banner
   mið 24. júní 2020 13:40
Elvar Geir Magnússon
Annar til að koma út úr skápnum
Thomas Beattie.
Thomas Beattie.
Mynd: Instagram
Thomas Beattie, fyrrum unglingaliðsleikmaður Hull, hefur komið út úr skápnum en hann er aðeins annar breski karlkyns atvinnumaðurinn í fótbolta sem opinberar samkynhneigð sína.

Hinn er Justin Fashanu, fyrrum leikmaður Norwich og Nottingham Forest, sem framdi sjálfsmorð 1998.

Beattie sem er 33 ára, var atvinnumaður í fótbolta í tíu ár en hann lék í Bandaríkjunum, Kanada og Singapúr. Hann hefur nú lagt skóna á hilluna og viðurkennir að það hefði verið óþægilegt að koma út úr skápnum á meðan hann var að spila.

„Ég hugsaði aldrei um að koma út úr skápnum á meðan ég var að spila. Mér fannst ég þurfa að fórna öðru hvoru: Því sem ég er eða íþróttinni sem ég elska," segir Beattie sem lék sem sóknartengiliður.

„Ég sagði nánustu vinum mínum og fjölskyldu frá þessu fyrir þremur mánuðum. Í kjölfarið ákvað ég síðan að opna mig alveg um þetta. Ég vil deila minni sögu í þeirri von um að fólk í svipaðri stöðu fái meiri stuðning."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner