Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 24. júní 2020 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Barcelona vill fá Pjanic - Juve vill rúmar 63 milljónir
Mynd: Getty Images
Í gær var greint frá því að Juventus hefði fengið samþykkt tilboð í Arthur miðjumann Barcelona. Tilboðið hljóðar upp á 72,5 milljónir punda og býður Juventus brasilíska miðjumanninum 4,5 milljónir punda í árslaun.

Arthur er samkvæmt heimildum SkySports sagður vilja berjast fyrir sæti sínu á Nývangi og því spurning hvort hann samþykki samningstilboð Juventus.

SkySports sagði í kjölfarið frá því að Barcelona vilji fá hinn þrítuga Miralem Pjanic frá Juventus. Pjanic er miðjumaður frá Bosníu og Hersegóvínu sem leikið hefur með Juve undanfarin ár.

Ítalska félagið vill fá 63,4 milljónir punda fyrir Pjanic en Barcelona er alls ekki á þeirri skoðun að Arthur sé einungis virði níu milljónum punda meira en Pjanic.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner