mið 24. júní 2020 21:00
Brynjar Ingi Erluson
Bin Laden í stúkunni á Elland Road
Osama Bin Laden
Osama Bin Laden
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Leeds hefur beðist afsökunar eftir að pappamynd af Osama Bin Laden, fyrrum leiðtoga Al Quaeda, sást í stúkunni á Elland Road.

Leeds, sem leikur í B-deildinni, mun eins og önnur félög, spila án stuðningsmanna um óákveðin tíma og því var ákveðið að bjóða stuðningsmönnum að borga 25 pund til að fá pappamynd af sér í stúkunni.

Það var því eðlilega mörgum brugðið er mynd af stúkunni birtist á samfélagsmiðlum en þar var Osama Bin Laden meðal áhorfenda.

Bin Laden er talinn bera ábyrgð á hryðjuverkarársunum í New York fyrir nítján árum og var um tíma leiðtogi Al Queda. Hann var á flótta frá bandarísku leyniþjónustunni í áratug áður en hann var myrtur.

Leeds hefur beðist afsökunar á pappamyndinni og mun félagið ábyrgjast að þetta gerist ekki aftur í framtíðinni. Hægt er að sjá myndina hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner